Við munum bjóða viðskiptavinum sem vilja, að gefa fatnað og fylgihluti í góðgerðarbásinn okkar við lok leigutímans.
Starfsfólk Trendports áskilur sér rétt til þess að velja og hafna úr þeim flíkum sem gefnar eru í góðgerðarbásinn og taka þær flíkur sem þeir telja ekki eiga heima í básnum til hliðar. Þær flíkur verða gefnar í Rauða Krossinn eða komið í endurvinnslu.
Allur fatnaður sem fer í góðgerðarbásinn er seldur á lækkuðu verði
Stimplað verður yfir strikamerki vörunnar með sérstökum stimpli merktum Trendport af starfsmanni verslunarinnar sem fara úr venjulegum bás yfir á Góðgerðarbásinn.
Allur ágóði úr góðgerðarbásnum rennur beint til þess málefnis/einstaklings sem valinn er hverju sinni.
Ath að hvorki viðskiptavinir né Trendport hagnast á seldum vörum úr góðgerðarbás.
Trendport er alltaf opið fyrir ábendingum um sérstök málefni eða einstaklinga sem hægt er að styrkja. Ef þú hefur áhuga að koma þínum hugmyndum á framfæri hvetjum við þig til þess að senda okkur póst á trendport[at]trendport.is og skrifa í titil Góðgerðarbás