Spurt og svarað

Hvað ef ..

... allar vörurnar mínar seljast ekki?

  • Ef einhverjar flíkur eru óseldar hjá þér þegar styttist í lok básaleigunnar getur verið sniðugt að setja afslátt á básinn – þú ræður hversu mikill afsláttur það er (25, 50 eða 75%) og þú getur sett afsláttarmiða á básinn þinn sem þú færð hjá okkur.

  • Ef einhverjar flíkur eru eftir þegar básaleigu lýkur hefur þú val um að sækja vörurnar aftur eða gefa þær í góðgerðarbásinn okkar.

  • Allar vörur verða að vera sóttar innan þriggja daga frá því að leigutíma lýkur. Ósóttar vörur verða eign Trendports.

  • Þær vörur sem fara í góðgerðarbásinn verða seldar á lækkuðu verði. Allur ágóði af seldum vörum úr góðgerðarbásnum rennur óskertur til einhvers málefnis sem valið er hverju sinni (hvorki Trendport né viðskiptavinur fær hagnað að þeirri sölu).

... ég held að ég nái ekki að fylla heilan bás?

  • Ef þú átt ekki nóg af flíkum eða fylgihlutum sem gætu fyllt heilan bás þá mælum við með því að deila básnum með vini/vinkonu/maka.

... ég er með bás með bæði kk og kvk flíkum?

  • Það er ekkert að því að vera með bæði kvk og kk flíkur í básnum. En mikilvægt er að merkja flíkurnar vel með stærðarmerkingum og taka fram að básinn innihaldi KVK/KK föt.

... ég er búin að selja allt áður en vikan endar?

  • Frábært! Til hamingju með að hafa gefið öllum flíkunum þínum nýtt líf. Við bjóðum ekki upp á neina endurgreiðslu þó að þú hafir eingöngu nýtt básinn hluta af dögunum sem þú varst með hann til leigu.

  • Þú hins vegar hefur val á að fylla á básinn með því að skrá inn fleiri vörur á innri vef okkar.

... ég er með fatamerki/netverslun og langar að leigja bás til lengri tíma?

  • Ef þú vilt hafa bás í langtímaleigu hjá okkur – þ.e.a.s lengur en í þær 4 vikur sem bókunarkerfið býður upp á skaltu hafa samband við okkur hjá trendport(at)trendport.is.

  • Sjá nánar í skilmálum um sjálfstæðan rekstur.

... ég er með barnaföt og fullorðinsföt, get ég verið með þau í sama bás?

  • Uppsetningin á básunum er mismunandi og eru á sitthvorum staðnum. Þannig að það er ekki hægt. Aftur á móti er sniðugt að vera með á sama tíma barnabás og fullorðnisbás, því afsláttur er gefinn af barnabás ef básarnir eru bókaðir saman og hægt er að nýta ferðina og fylla á báða básana í einu.